Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands má búast við suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni í nótt og fram eftir morgni og hefur verið gefin út rauð veðurviðvörun á okkar svæði.

Eftir fund með Almannavörnum hefur sú ákvörðun verið tekin að allt skólahald fellur niður í Hvolsskóla og Leikskólanum Örk á morgun, mánudaginn 7. febrúar. Aðrar stofnanir Rangárþings eystra verða lokaðar fram til kl. 12:00 á morgun. Staðan verður að sjálfsögðu endurmetin eftir því sem framvindur og því mikilvægt að fylgjast með tilkynningum hér á heimasíðu sveitarfélagsins sem og á facebook síðu Rangárþings eystra.

Hér er hægt að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands
Hér er hægt að fylgast með vegum og lokunum hjá Vegagerðinni. 

Sveitarfélagið biðlar til íbúa að ganga vel frá lausamunum og festa vel sorptunnur.