Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnnar í Rangárvallasýslu, V-Skaftafellssýslu og Vestmannaeyjum skólaárið 2013-2014 fór fram í Kirkjubæjarslóla mánudaginn 24. mars. Þar kepptu þátttakendur frá sex skólum. Auk Hvolsskóla tóku þátt: Grunnskólinn í Vestmannaeyjum, Kirkjubæjarskóli, Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu og Víkurskóli.

Fyrir hönd Hvolsskóla kepptu Fanndís Hjálmarsdóttir og Björn Mikael Karelsson og stóðu þau sig með stakri prýði en Fanndís gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina.

Í tilefni dagsins voru flutt tónlistaratriði af nemendum í Kirkjubæjarskóla í upphafi keppninnar og í lokin. Agnes Hlín Pétursdóttir Hvolsskóla kynnti Þorgrím Þráinsson annað skálda keppninnar og Guðni Steinarr Guðjónsson einnig úr Hvolsskóla sá um kynningu á ljóðskáldinu Guðfinnu Þorteinsdóttur eða Erlu. Dómnefnd var skipuð þeim Jóni Hjatarsyni formanni dómefndar f.h. Radda – samtaka um vandaðan upplestur og framsögn, Katrínu Andrésdóttur fyrrverandi kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Suðurlands og Þorvaldi H. Gunnarssyni deildarstjóra í Vallaskóla á Selfossi.

Úrslit urðu eftirfarandi:

·         1. sæti: Fanndís Hjálmarsdóttir Hvolsskóla
·         2. sæti: Elísa Rós Natansdóttir Grunnskólanum á Hellu
·         3. sæti: Dagný Rós Stefánsdóttir Laugalandsskóla

Anna Kristín Guðjónsdóttir hefur haft veg og vanda af undirbúningi nemenda og óskum við keppendum sem og 7. bekk öllum til hamingju með árangurinn. Glæsilegur árangur og til sóma fyrir starfsfólk og foreldra nemenda.

Af heimasíðu Hvolsskóla