Rangárþing eystra auglýsir hér með lausar til úthlutunar lóðir við Sólbakka, Hvolsvelli. Um er að ræða Sólbakka 1-9, lóð undir 5 íbúða raðhús og tvær parhúsalóðir, Sólbakka 11-13 og 15-17. Íbúðir á lóðunum eru ætlaðar fyrir íbúa 60 ára og eldri eða íbúa með sérþarfir. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar séu að jafnaði á bilinu 80-120 m².  
Lóðirnar eru auglýstar lausar til úthlutunar til 16. október 2013. Umsóknum um lóð skal skilað fyrir þann tíma á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli. Einnig má nálgast frekari upplýsingar um lóðirnar á sama stað, eða með fyrirspurnum á bygg@hvolsvollur.is

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is. Þar er einnig að finna deiliskipulagsuppdrátt fyrir Sólbakka.

F.h. Rangárþings eystra
Anton Kári Halldórsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi