Héraðsskjalasafn Árnesinga stendur fyrir samstarfsfundum um greiningu á ljósmyndum í Hvolnum á Hvolsvelli í vetur.

Fyrsti fundur verður fimmtudaginn 23. janúar kl 10:00 og verða fundir hálfsmánaðarlega fram í mars.

Á fundunum verður lögð áhersla á að greina fólk, staði og fleira á ljósmyndum úr safni Ottó Eyfjörð sem starfaði sem ljósmyndari á Hvolsvelli. Á Héraðsskjalasafni Árnesinga eru varðveittar tugir þúsunda ljósmynda frá Ottó svo af nógu er að taka. Á fundum varpar starfsmaður skjalasafnsins ljósmyndum upp á tjald og leitar eftir aðstoð fundargesta við að greina efni myndanna.

Kaffi á könnunni og allir velkomnir.