Ljósleiðaravæðing er nú hafin í Rangárþingi Eystra og byrjað er að plægja ídráttarrör fyrir ljósleiðarann undir Eyjafjöllum. Það er verktakafyrirtækið Heflun sem sér um þá vinnu. Þessi vinna er stórt skref í byggðarþrjóun sveitarfélagsins og virkilega ánægjulegt að verkið sé hafið.

Hér má finna umsóknareyðublöð um heimtaug ljósleiðara fyrir lögheimili og sumarbústaði 

Myndirnar hér fyrir neðan tók Ingólfur Bruun við upphaf plægingar. Á myndunum má sjá Skarphéðinn Jóhannesson, eiganda Heflunar og Brynjólf Harðarsson, starfsmann fyrirtækisins.