Sumarið er komið í Rangárþingi og sólin kysst margan vangan svo um munar. Að þessu tilefni viljum við hvetja íbúa til að spara við sig kalda vatnið, þá sérstaklega sem tengd eru við vatnsból sem vart hefur verið við minnkandi þrýsting. Bændur eru hvattir til að huga að sírennsli á landi sínu og skrúfa fyrir það sé þess kostur. Sérstaklega er um að ræða aðila sem tengdir eru við vatnsból úr Fljótshlíðinni í Vestur- Landeyjar.