List í héraði er málverkasýning þar sem um 10 einstaklingar úr Rangárþingi, íslenskir og erlendir koma saman og halda sýningu í Gallerý Ormi í Sögusetrinu á Hvolsvelli. 
Þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að vera að mála sér til skemmtunar og er þetta tækifæri fyrir þá að koma fram með myndir sínar og sýna afrakstur sinn.

Þetta er 4. skiptið sem List í héraði heldur sýningu og er viðburðurinn styrktur af Menningarráði Suðurlands
Fyrri sýningar hafa verið á víð og dreif í fyrirtækjum á Hvolsvelli en nú í ár er sú nýbreyttni að listamennirnir koma úr öllu Rangárþingi og halda sýningu á einum stað. 
Sýningin opnar laugardaginn 4. október og stendur uppi allan októbermánuð. 
Á sýningunni gefst fólki kostur á að sjá hvað þátttakendur eru fjölhæfir og einnig hvað myndirnar eru úr öllum áttum og fjölbreyttar því hugmyndir og útfærslur eru ótakmarkaðar. 

Enn er tækifæri fyrir þá listamenn sem hafa áhuga á að vera með í List í héraði að skrá sig á atholl@simnet.is eða arnylara@hvolsvollur.is

Skráning er opin til 22. september.