- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Þetta er 4. skiptið sem List í héraði heldur sýningu og er viðburðurinn styrktur af Menningarráði Suðurlands
Fyrri sýningar hafa verið á víð og dreif í fyrirtækjum á Hvolsvelli en nú í ár er sú nýbreyttni að listamennirnir koma úr öllu Rangárþingi og halda sýningu á einum stað.
Sýningin opnar laugardaginn 4. október og stendur uppi allan októbermánuð.
Á sýningunni gefst fólki kostur á að sjá hvað þátttakendur eru fjölhæfir og einnig hvað myndirnar eru úr öllum áttum og fjölbreyttar því hugmyndir og útfærslur eru ótakmarkaðar.
Enn er tækifæri fyrir þá listamenn sem hafa áhuga á að vera með í List í héraði að skrá sig á atholl@simnet.is eða arnylara@hvolsvollur.is
Skráning er opin til 22. september.