Myndlistarsýningin List í héraði er styrkt af Menningarsjóði Suðurlands og er þetta 3ja árið sem þessi viðburður er haldinn.
Áhugamyndlistarmenn úr héraðinu sýna verk sín í fyrirtækjum á Hvolsvelli
Vegna 80 ára afmælis Hvolsvallar er áætlað að halda sýningar mánaðarlega það sem eftir er árs. 
Í júnímánuði sýndi Baldur Ingólfsson verk sín í umboðsskrifstofu VÍS á Hvolsvelli.

Núna í júlímánuði er það Söluskálinn Björkin á Hvolsvelli sem er sýningarstaðurinn og listamaðurinn heitir Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir

Guðrún Ósk Aðalsteindóttir er fædd 1992 og ólst upp á Hvammstanga. 
Hún býr núna á Hvolsvelli og hefur teiknað alla sína ævi. 
Guðrún er búin að fara í listaáfanga í FSU og einnig hefur hún farið á myndlistanámskeið.