Nú líður að lokum göngu Vilborgar Örnu á Suðurskautið. Eftir að hafa skíðað í 56 daga við erfiðar aðstæður þá á hún aðeins eftir 55 km að loka takmarkinu en það eru um 3 dagar. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti að heita 50 þúsund krónur á spor Vilborgar fyrir hönd sveitarfélagsins en það eru tæpar 1000 krónur á þá km sem eftir eru. Vonandi sjá fleiri sér fært að heita á þessi lífsspor því málefnið er gott og afrekið stórt.

Hér má fylgjast með Vilborgu og lesa ferðasöguna til þessa