Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni  ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa. Það fer fram 6.feb. – 26.feb. Það má byrja að skrá vinnustaði og lið inn þann 16.jan. þó svo að keppnin sjálf hefjist ekki fyrr en 6.feb. Það er hámark 10 manns í hverju liði en hver vinnustaður getur verið með eins mörg lið og hann þarf.

Þetta virkar þannig að hvert lið þarf að vera með liðsstjóra og hann býr til liðið á síðunni lifshlaupid.is. Þeir sem eru með honum í liði þurfa að skrá sig líka og velja þá liðið sem liðsstjórinn er búin að stofna. Allir í liðinu skrá inn sína hreyfingu, best er að gera það á hverjum degi en ekki safna upp. Einnig er hægt að búa til keppni innanhúss milli liða. T.d. það lið sem hreyfir sig mest fær einhver verðlaun.  Einnig væri hægt bjóða upp á ávexti eða grænmeti á kaffistofunni  alla dagana eða einn dag í viku eða eitthvað slíkt. Það er ákveðin hvatning til starfsmanna að heilsueflingu.

 

Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni hreyfingu í frítíma, heimilsstörfum, vinnu, skóla og við  val á ferðamáta. Skrá má alla hreyfingu inn á vefinn svo framarlega sem hún nær ráðleggingum embætti landslæknis um hreyfingu. Börn og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í a.m.k. 60 mínútur á dag og fullorðnir í a.m.k. 30 mínútur á dag.

 

Um að gera að koma þessu að á starfsmannafundum, ef þeir eru á næstunni. Þetta getur skapað skemmtilega umræðu á vinnustaðnum og mikla jákvæðni.

 

Allar nánari upplýsingar um verkefnið er á lifshlaupid.is.

 

Vonandi sjá sem flestir sér fært að taka þátt í þessu verkefni og ef einhverjar spurningar vakna þá má endilega hafa samband.

kveðja,

Benedikt Benediktsson

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Sími/Tel. +354 488 4298, +354 866 5270

bensi@hvolsvollur.is | www.hvolsvollur.is