Í dag hefst formlega kynningarátakið Leyndardómar Suðurlands en meðan á því stendur verða í boði um 200 viðburðir á öllu Suðurlandi.

Opnunarhátíð Leyndardóma Suðurlands er í dag kl. 14:00 við Litlu Kaffistofuna en það eru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra sem opna hátíðina formlega.

Í Rangárþingi eystra er ýmislegt um að vera strax frá fyrsta degi:

Í Landsbankanum verður opið hús í dag, 28. mars. Þar má finna sýningu á gömlum munum úr sögu bankans, ljósmyndasýning Sigurðar Jónssonar er í fullum gangi og kl. 15:00 verður boðið upp á tónlistaratriði.

Southcoast adventure verður með jeppaferðir upp að toppgíg Eyjafjallajökuls alla daga Leyndardómanna eða frá 28. mars – 6. apríl. Lagt er af stað frá Hamragörðum kl. 10:00. Upp við toppgíginn er útsýnið yfir Vestmannaeyjar og sveitina stórbrotið og tekur ferðin ca. 4-5 klst. Verð kr. 15.900. – pr. mann. Bóka þarf kvöldinu fyrir áætlaða ferð í síma: 867 3535 

Gestastofan á Þorvaldseyri er einnig opin alla Leyndardómsdagana frá 11:00 - 17:00. Í Gestastofunni geta menn fræðst um eldgosið í Eyjafjallajökli og afleiðingar þess. Verð er 500 kr. en frítt er inn fyrir 12 ára og yngri.

Hér er dagskráin á öllu Suðurlandi í tímaröð