- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Í dag voru nýju leiktækin á Gamla róló tekin formlega í notkun og ríkti mikil kátína hjá yngstu kynslóðinni sem var spennt að prófa nýju tækin.
Margrét Tryggvadóttir, formaður Einingar, færði Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra, formlega gjafabréf fyrir nýju leiktækjunum og las Arna Þöll Bjarnadóttir upp smá pistil frá kvenfélagskonunum um þeirra vonir og væntingar varðandi Gamla róló. Þessi leiktæki voru keypt fyrir ágóða tónleika sem Eining hélt í október 2019 og báru nafnið Konur og Klukkustrengir og það sem vantaði á milli gaf félagið.
Sveitarstjóri sagði í sínum þakkarorðum að vilji er til hjá sveitarfélaginu að vinna enn frekar að uppbyggingu og viðhaldi á leikvellinum enda er Gamli róló falin perla á Hvolsvelli. Kvenfélagið hefur gert mikið fyrir leikvöllinn því árið 2016 gáfu þær bekk sem nýtist nú vel bæði foreldrum og börnum er heimsækja Gamla róló.