Í dag, fimmtudaginn 6. febrúar, er Dagur Leikskólans. Að því tilefni færðu börn og starfsfólk Leikskólans Arkar sveitarfélaginu listaverk sem prýðir veggi í anddyri Íþróttamiðstöðvarinnar á Hvolsvelli. Listaverkið, sem er mjög litríkt og skemmtilegt, er handaför þeirra allra barna og starfsmanna eða um 130 talsins. Ísólfur Gylfi, sveitarstjóri, tók við listaverkinu fyrir hönd sveitarfélagsins og spilaði undir í nokkrum lögum sem börnin fluttu hástöfum við þetta tækifæri. Allir eru hvattir til að leggja leið sína í Íþróttamiðstöðina og skoða listaverkið.