Leikskólinn Örk hefur undanfarin ár tekið þátt í verkefninu Jól í skókassa. Börnunum þykir gaman að taka þátt í þessu og gleðja þannig önnur börn. Hver deild safnar saman hinum ýmsu hlutum sem börnin koma með að heiman og þannig náðu börn og starfsfólk að senda frá sér 17 kassa í ár. Skemmtilegt verkefni sem gefur af sér.