Grein frá leikskólanum Örk í tilefni af degi leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans langaði okkur í Örkinni að kynna starfsemi leikskólans í gegnum árin í stuttu myndbandi.

Í ár eru 50 ár síðan sumardagdvöl opnaði hér á Hvolsvelli í gamla gagnfræðaskólanum og á þessu ári flytjum við í Ölduna. Það hefur margt breyst í leikskólastarfi gegnum áratugina og nú er leikskólinn fyrsta skólastigið en áður var leikskólinn skilgreindur sem gæsla. Kennarar hafa lokið 5 ára háskólanámi en áður höfðu fóstruskóli íslands og kennaraskólinn sinnt kennslu til þeirra réttinda.

Við erum rík af mannauð hér í leikskólanum sem hefur mikinn metnað fyrir leikskólastarfinu og það smitar frá sér á jákvæðan hátt. Við erum með gott hlutfall fagfólks og við erum einnig með frábæran hóp af leiðbeinendum.

Það væri gaman að fá sendan fróðleik / myndir ef þið eigið einhverjar skemmtilegar myndir/minningar úr leikskólastarfinu í gegnum árin. Má gjarnan senda á leikskoli@hvolsvollur.is ef þið viljið deila einhverju með okkur hinum.

Einnig ef einhver á myndir / myndbönd frá leikskólastarfi utan Hvolsvallar þá væri gaman að fá að deila því líka.

Í dag erum við með starfræktar 5 deildar en okkur hlakkar til að komast í nýja byggingu í sumar. Þá hefst enn einn kaflinn í eflingu og þróun leikskólastarfs í Rangárþingi eystra.