Á sveitarstjórnarfundi sem haldinn var í gær, 2. október, var samþykkt samhljóða að lækka leikskólagjöld um 25% og mun þessi lækkun taka gildi þann 1. nóvember nk. 

Nánar má lesa um lækkunina í meðfylgjandi greinargerð.


Greinargerð:
Í ljósi niðurstaðna greinargerðar um samanburð á leikskólagjöldum sem unnin var að PWC fyrir sveitarstjórn Rangárþings eystra kemur í ljós að leikskólagjöld í Rangárþings eystra eru fyrir ofan meðaltal samanburðarsveitarfélaga. Það var markmið núverandi meirihluta að bjóða foreldrum í Rangárþingi eystra uppá leikskólagjöld undir landsmeðaltali og því leggjum við til þessa lækkun. Þetta er viðleitni sveitarstjórnar til að koma til móts við fjölskyldur sem eiga börn í sveitarfélaginu. Um er að ræða u.þ.b. 1.000.000 kr.  á þessu reikningsári, og mun verða gerður viðauki við fjárhagsáætlun sem tekunn verður fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi.
Samþykkt samhljóða.