Í tilefni af Degi leikskólans þann 6. febrúar nk. munu leikskólabörn og starfsfólk Leikskólans Arkar á Hvolsvelli afhenda sveitarfélaginu listaverk sem þau sköpuðu. Verkið er handarför allra barnanna og starfsmanna og eru það um 130 manns. Afhendingin mun fara fram í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar á Hvolsvelli kl. 10:30. Gaman væri að sjá sem flesta við þetta tækifæri.