Ungmennafélagið Dagsbrún verður með leikjakvöld á fimmtudagskvöldum við félagsheimilið Gunnarshólma kl. 20:30.

Í færslu frá Dagsbrún stendur: 

Næsta fimmtudag, 12. júlí 20:30 langar okkur að hafa dálítið húllumhæ og hvetjum alla unga sem aldna til að fjölmenna. Eitthvað við allra hæfi, boltaleikir, blak, krítar, snúsnú..... Kannski reipitog og stígvélakast og kaffi á pallinum fyrir áhorfendur :-). 

Endilega komið með sniðugt dót eins og kubbspil, krikket eða annað. Allir sveitungar og gestir velkomnir.