Sýning sumarsins verður Gilitrutt! Já þú heyrðir rétt Gilitrutt og erum við að springa úr spennu!

Í sumar eru liðin 10 ár frá því að Gilitrutt var frumsýnd hjá Leikhópnum Lottu, en um er að ræða eitt vinsælasta verk leikhópsins frá upphafi. Í ævintýrinu um Gilitrutt fléttast saman sögurnar um geiturnar þrjár og Búkollu auk þjóðsögunnar um Gilitrutt. Að auki fá áhorfendur að kynnast bróður hennar Gilitruttar honum Bárði, fólkinu á bænum Bakka og fleiri skemmtilegum persónum úr Ævintýraskóginum.

Gilitrutt er klukkutími að lengd og henni fylgir stór og flott leikmynd og 5 leikarar leika fjölda skemmtilegra persóna sem koma fyrir í verkinu.

Miðaverð er 3.500 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri. Hægt er að kaupa miða á tix.is og á staðnum.

Leikhópurinn Lotta