- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra
Rangárþing eystra óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í starf skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarfulltrúi ber ábyrgð á skipulagsgerð í sveitarfélaginu í samræmi við lög nr.123/2010 og reglugerðir auk framkvæmdar opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög nr. 160/2010 og reglugerðir. Viðkomandi heyrir beint undir sveitarstjóra og ber ábyrgð gagnvart sveitarstjóra í öllum störfum sínum og ákvörðunum. Um fjölbreytt starf er að ræða í sveitarfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.