Auglýst er eftir konu til starfa í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Um er að ræða tímabundið starf frá lok ágúst 2022 til 1. maí 2023 og möguleiki er á sumarstarfi sumarið 2023. Vinnutími frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga.
Í starfinu felst meðal annars varsla í búningsklefa kvenna á skólatíma, þrif, afgreiðsla, vöktun sem og önnur tilfallandi störf. Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf í sundi og björgun sem og ljúka námskeiði í skyndihjálp.

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf 1. september eða fyrr. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst nk.
Umsóknir og frekari upplýsingar gefur Ólafur Örn forstöðumaður, olafurorn@hvolsvollur.is eða í síma 694-3073.