Hjúkrunarfræðingur

Kirkjuhvoll, hjúkrunar- og dvalarheimili, staðsett á Hvolsvelli óskar efir að ráða hjúkrunarfræðing í framtíðarstarf. Starfshlutfall er 50-100% eða samkvæmt samkomulagi. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna með öldruðum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg vinna hjúkrunarfræðings á hjúkrunarheimili.
  • Skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferðir
  • Leiðbeinir nemum og nýju starfsfólki
  • Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri uppbyggingu
  • Hefur eftirlit með gæðum hjúkrunarþjónustunnar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Hjúkrunarfræðimenntun, íslenskt starfsleyfi er skilyrði.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og jákvæðni
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sambands íslenskra sveitafélaga. Umsókninni þarf að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til og með 15.12.2022. Umsóknum og fylgiskjölum skal skilað rafrænt á netfangið sjofn@hvolsvollur.is

Nánari upplýsingar veitir Sjöfn Dagmar Guðjónsdóttir, hjúkrunarforstjóri sjofn@hvolsvollur.is