Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til starfa á hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol vegna aukinnar starfsemi.

Um er að ræða vaktavinnu og í boði eru þrískiptar vaktir. Starfshlutfall er samkomulagsatriði

Á Kirkjuhvoli eru 33 íbúar, 30 hjúkrunarrými og 3 dvalarrými. Laun hjúkrunarfræðinga eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og laun sjúkraliða eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands.

Umsókn ásamt ferilskrá óskast send rafrænt á netfangið sey@hvolsvollur.is. Umsóknarfrestur er til 31. mars 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig Unnur Eysteinsdóttir, starfandi hjúkrunarforstjóri (sey@hvolsvollur.is)