Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. til 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.
Endilega kynnið ykkur málið betur inn á www.syndum.is, þar er hægt að skrá sig til leiks.
Sundlaugin á Hvolsvelli er opin mán-föst 6-21, laug-sun 10-15