Landbúnaðarsýningin Hey bóndi 2015
Laugardaginn 14. nóvember n.k verður haldin landbúnaðarsýningin Hey bóndi í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli frá kl. 10:00 – 17:00.

Innlendir og erlendir aðilar verða með fyrirlestra og kynningar um efni tengt landbúnaði.

Alls verða 11 fyrirlestrar með ýmsum fróðleik tengdum landbúnaði.

Meðal efnis:

•                    Hönnun velferðarrýmis í fjósum Snorri Sigurðsson, Seges

•                    DeLaval: Sjálvirkt mat á holdafari: Hólmgeir Karlsson, Bústólpi

•                    Áburður & sáðvörur: Pétur Pétursson, Fóðurblandan

•                    Fjármögnun í landbúnaði: Róbert Sverrisson, Arion Banki

•                    Gerð fasts vinnuskipulags við mjaltir og mjaltakerfi: Snorri Sigurðsson, Seges

•                    Fóðrun gæludýra: Dr. Jens Deleuran, Arovit

•                    Hvað getum við lært af þróunarlöndum: Snorri Sigurðsson, Seges

•                    Jörð.is - hvernig nýtum við forritið: Borgar Páll Bergsson, RML

•                    Fóðrun nautgripa: Erlendur Jóhannsson, Fóðurblandan

•                    Dönsk ráðgjafarþjónusta, hvað stendur þeim til boða: Snorri Sigurðsson, Seges

•                    Ráðgjöf í sauðfjárbúskap: Fanney Ólöf Lárusdóttir, RML

Kynnt verður ný sýnatökuvél sem tekur prufur af heyi, korni og fóðri,  fjöldi tilboða  á landbúnaðarvörum á meðan sýningu stendur  og í boði  verður að  reynsluaka nýjum bifreiðum og traktorum.

Blöðrur, smakk og skemmtilegheit fyrir alla.