Kynningarfundur

Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012 - 2024

Skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Sveitarstjórn Rangárþing eystra hefur á undanförnum misserum unnið að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál.

Fimmtudagskvöldið 21. nóvember 2013 kl. 20:00, verður haldinn kynningarfundur um tillöguna í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli. Þar mun sveitarstjórn kynna stefnumörkun aðalskipulagsins og tillagan kynnt af skipulagsráðgjöfum sveitarfélagsins. Eftir kynninguna verða almennar umræður og fyrirspurnir. Eru íbúar sveitarfélagsins hvattir til að kynna sér tillöguna og láta sig málið varða. Tillöguna má nálgast hér á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvolsvollur.is. Föstudaginn 22. nóvember verður opið hús hjá skipulags- og byggingarfulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli, þar sem fólk getur komið og kynnt sér tillöguna nánar.

 

Fjölmennum á fundinn og tökum þátt í því að móta stefnu sveitarfélagsins til framtíðar.

 

Sveitarstjórn Rangárþings eystra