Kynning á óperunni "Ragnheiður"
eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson


Friðrik Erlingsson verður með kynningu á óperu þeirra Gunnars Þórðarsonar, Ragnheiði, í Héraðsbókasafni Rangæinga á Hvolsvelli, þann 20. febrúar kl. 20:00


Óperan Ragnheiður var flutt í konsertformi í Skálholtskirkju síðasta sumar og hlaut mikið lof bæði gagnrýnenda og áheyrenda. Þann 1. mars mun Íslenska óperan frumsýna sviðsuppfærslu óperunnar í Eldborgarsal Hörpu í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.


Friðrik mun fara yfir sögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti og segja frá samstarfi þeirra Gunnars við sköpun verksins.