Í tilefni þess að Landsfundur jafnréttisnefnda er nýafstaðinn á Hvolsvelli er rétt að nefna nokkrar staðreyndir um kynjahlutföll í nefndum á vegum sveitarfélagsins.

Í nefndum sveitarfélagsins eru alls 66 nefndarmenn, 32 karlar og 34 konur

Í sveitarstjórn eru 7 fulltrúar, 4 karlar og 3 konur

Í Byggðaráði eru 3 fulltrúar, allt konur.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá þær Guðlaugu Ósk Svansdóttur, Kristínu Þórðardóttur og Lilju Einarsdóttur sem skipa Byggðaráð Rangárþings eystra.