Kvenfélagskonur í Rangárþingi eystra héldu glæsilega afmælishátíð að Heimalandi í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna.


Konur voru í öllum hlutverkum í glæsilegri afmælishátíð sem haldin var um liðna helgi að Heimalandi V- Eyjafjöllum. Kvenfélagskonur buðu sveitungum sínum og öðrum gestum í afmæli þar sem minning kvenna og kvenfélaga í sveitarfélaginu var haldið á lofti. Einnig voru fyrstu konurnar sem tóku þátt í sveitarstjórnamálum í gömlu hreppnum heiðraðar. 

Verkefni sem kvenfélögin í sveitarfélaginu hafa staðið fyrir um jafnrétti í sveitarfélaginu var kynnt og leikhópurinn Glætan sýndi leikþátt. Kvennakórinn Ljósbrá söng nokkur vel valin lög. 

Svava Björk Helgadóttir setti afmælishátíðina sem var fjölbreytt og mjög ánægjuleg. 

Helga Rún Garðarsdóttir læknanemi flutti fróðlega hátíðarræðu og Lilja Einarsdóttir oddviti flutti ávarp og heiðraði fyrstu konurnar sem sátu í sveitarstjórn. 

Kvenfélögin buðu öllum gestum upp á alvöru kaffihlaðborð.

Sjá myndir hér fyrir neðan.

Glæsilegar kvenfélagskonur með hátíðarsvuntur

Svava Björk Helgadóttir setti hátíðinaKristín Jóhannsdóttir kvenfélaginu Hallgerði Fljótshlíð

Arna Þöll Bjarnadóttir kvenfélaginu Einingu Hvolsvelli 

Helga Rún Garðarsdóttir flutti hátíðarræðu

 

Vel klæddar konur úr Fljótshlíð

 

Konurnar sem komu fram fyrir sitt kvenfélag og kynntu það og sögðu frá upphafi þess. Þær klæddust einnig fötum frá þeim tíma sem kvenfélagið þeirra var stofnað - glæsilegar

 

Lilja Einarsdóttir oddviti Rangárþings eystra

Mæðgur og ein lítil ömmustelpa ættaðar frá Ásólfsskála

 

Þrjá glæsilegar vinkonur 

 

 

Kvenfélagskonur stóðu sig vel 

 

Leikhópurinn Glætan

 

 

Lilja Einarsdóttir oddviti heiðraði fyrstu konurnar í sveitarstjórnum gömlu hreppanna. F.v. Lilja Einarsdóttir, AuðurJóna Sigurðardóttir V- Eyjafjöllum, Svala Óskardóttir A- Eyjafjöllum, Kristinn Jónsson tók við viðkurkenningu fyrir móður sína hana Ragnhildi Sveinbjarnardóttur Fljótshlíð, Ásdís Kristinsdóttir V-Landeyjum, Ólöf Kristófersdóttir Hvolhrepp og á myndina vantar Jónu Vigdísi Jónsdóttur A- Eyjafjallahrepp. 

Kvennakórinn Ljósbrá og kórstjórinn Guðmundur Eiríksson