Í ár heldur Kvenfélagið Hallgerður í Fljótshlíð upp á 90 ára afmæli sitt. Eitt af verkefnum afmælisársins var að safna saman myndum af öllum formönnum, merkja og setja í ramma. Myndirnar eru geymdar í herbergi kvenfélagsins í félagsheimilinu Goðalandi Frá því að kvenfélagið var stofnað, árið 1923, hafa 17 konur gegnt starfi formanns. Fyrst var það Guðrún Hermannsdóttir frá Breiðabólstað en núverandi formaður er Christina M. Bengtsson, Kirkjulækjarkoti. Þetta er frábært framtak hjá þeim Hallgerðarkonum og er þeim óskað til hamingju með afmæli kvenfélagsins.

Fyrsti formaðurinn og núverandi formaður.

Borðið með myndunum í herbergi kvenfélagsins í félagsheimilinu Goðalandi.