Kveikt á ljósum jólatrésins á Hvolsvelli 

Núna er komið að því sem öll börn bíða eftir, og markar upphaf jólaaðventu og gleðinni sem henni fylgir, að kvekja á jólaljósunum á jólatrénu við Landsbankann 24. nóvember klukkan 16.30. 

Lilja Einarsdóttir oddviti og Sigurður Skagfjörð útibústjóri Landsbankans ávarpa gesti. Kór Hvolsskóla syngur jólalög og góðir gestir koma í heimsókn. 

Starfsfólk leikskólans Arkar eru með jólabasar frá klukkan 15:00-18:30. Þar verður hægt að gera góð kaup og ylja sér við rjúkandi kaffi og kakó og fá eitthvað gott með.