Þann 28. nóvember síðastliðinn var kveikt á ljósunum á Landsbankatrénu í blíðskapar vetrarveðri. Það er Landsbankinn sem gefur jólatréð og þau hjá bankanum gáfu börnunum einnig smá gotterý í poka. Sigurður bankastjóri og Haukur oddviti Rangárþings eystra fluttu smá ávörp og Barnakór Hvolsskóla, undir stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur, fluttu nokkur jólalög. Þórður hjá Flytjanda lagði til bíl svo að kórinn nyti sín sem best. Nokkrir jólasveinar komu á svæðið og gengu t.d. í kringum jólatréð með börnunum. Sunnlenski sveitamarkaðurinn bauð svo upp á heimalagað kakó. Öllum þeim sem tóku þátt í þessari síðdegisstund er þakkað kærlega fyrir.

Á sama tíma var svo kveikt á jólatrjám og ljósum á vegum sveitarfélagsins sem áhaldahúsmenn settu upp.

Myndir: BB

null

null

null

null

null

null