Eins og síðastliðin ár hefur þéttbýlið litið virkilega vel út og er það að stóru leyti krökkunum í vinnuskólanum að þakka. Þau hafa verið dugleg að hreinsa og snyrta nærumhverfið og eiga þakkir skildar ásamt starfsmönnum áhaldahúsins.

Í sl. viku voru krakkarnir að hreinsa beð og stéttir við Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvol.