Krakkarnir í Hvolsskóla lögðu leið sína á slökkviliðsstöðina og fengu þar að skoða tækin sem slökkviliðið á ásamt því að sjá hvernig slökkviliðsbíll virkar. Það var Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri, sem sá um kynninguna. Skemmtileg vettvangsferð hjá krökkunum og hver veit nema í hópnum leynist framtíðar slökkviliðsmaður.