Fimmtudaginn 20. nóvember verður kósý-kvöld í sundlauginni milli kl: 19:30 og 20:30.

Ingibjörg Einarsdóttir, nuddari, verður á staðnum og nuddar herðar sundlaugargesta, Lyf og heilsa á Hvolsvelli býður upp á snyrtivöruprufur og ljúf tónlist verður spiluð til að ná réttu stemningunni.


Við hvetjum fjölskyldur til að koma saman í sund og njóta kvöldsins. 

Ef þú býrð Túngötu færðu frítt inn frá kl: 19:00.

Alla fimmtudaga fram að jólum verður einhver viðburður í sundlauginni á Hvolsvelli kl: 19:30. Einnig verður frítt í sund fyrir ákveðna íbúa sveitarfélagsins í hvert skipti.