Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur tónleika í Hvolnum Hvolsvelli í kvöld, föstudaginn 22. febrúar, kl. 20:00. Kórinn er að halda upp á 30 ára starfsafmæli sitt en þessir tónleikar eru hluti af 3 sem kórinn mun halda nú um helgina.

Þema tónleikanna eru íslensk þjóðlög og dægurlög í bland við erlenda og nýlegri tónlist, auk þess fleira sem kórinn hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina. Ásamt kórnum verða nokkrir sólistar honum innan handar, svo að búast má við fjölbreyttum flutningi á fallegri tónlist sem flestum er góðkunn. Inngangseyrir, 1500 kr. og 12 ára og yngri, 500 kr. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson.