Á föstudaginn er 100 ára kosningarafmæli kvenna, Kvenfélagið Eining Hvolhreppi vill af því tilefni bjóða konum í ferðalag á heyvagni um götur Hvolsvallar, til að minna á þennan merkilega atburð og jafnrétti almennt.
Konur eru hvattar til að mæta í skrautlegum klæðnaði og með höfuðbúnað. Gaman væri að sjá spjöld með viðeigandi slagorðum.
Við hittumst á planinu við Hvolsskóla, kl. 20:00 föstudagskvöldið 19. júní. Að ferð lokinni er stefnt á Sögusetrið þar sem hægt er að kaupa kaffi og fleira. 
Baráttukveðjur
Kvenfélagið Eining