Næsta laugardag, 29. júní, verða kompudagar í Sunnlenska sveitamarkaðnum á Hvolsvelli. Boðið er upp á að hafa söluborð bæði í handverkssal en þar er upphitað og svo í þriðja bragganum en það er óupphitað rými. Sveitamarkaðurinn sér um að skaffa borð og stóla. Ef einhver hefur áhuga á að nýta sér þennan möguleika þá má hafa samband við Dóru í síma 868-7837, á Facebook síðu sveitamarkaðarins og í afgreiðslu markaðarins að Austurvegi.