Þau buðu upp á skemmtilega sýningu í Skeiðvangi í kvöld, nemarnir í Knapamerki 1 og Knapamerki 2. Krakkarnir fóru á kostum þegar þau léku listir sínar á hestbaki þar sem þau meðal annars stóðu upp á hestinum og fóru í alls konar stöður á meðan hesturinn hljóp um.

Knapamerki er valgrein í Hvolsskóla og er þetta í annað sinn sem þessi valgrein er í boði. Talsverður fjöldi af fólki mætti til að horfa á krakkana og gæddu allir sér svo á kaffi og piparkökum að sýningu lokinni.