Kjötsúpuhátíðin 2015 - Dagskrá

Menningarnefnd Rangárþings eystra hefur kynnt dagskrá Kjötsúpuhátíðarinnar sem fram fer 28-29 ágúst 2015. Dagskráin er fjölbreytt og eitthvað fyrir alla. Kjötsúpa Sláturfélags Suðurlands er á sínum stað og skipar hún stóran sess á hátíðinni sem hefur vaxið ár frá ári. Þá er súpuröltið á föstudagskvöldinu farið að draga að sér æ fleira fólk sem nýtur þess að ganga um vel skreyttar götur Hvolsvallar og smakka girnilegar súpur í boði íbúa. Einn af hápunktum laugardagsins er svo vallarsöngurinn undir stjórn Magna Ásgeirssonar söngvara í hljómsveitinni Á móti sól, en hljómsveitinn er svo með stórdansleik um kvöldið fyrir 20 ára og eldri. 

Íbúar eru hvattir til að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Eigum skemmtilega Kjötsúpuhátíð saman og munum að maður er manns gaman.