Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli var á dögunum færð höfðingleg gjöf frá Lagnaþjónustunni ehf á Selfossi. Gjöfin var peningagjöf að upphæð 250.000 kr . Heimilið mun kaupa tvo rafmagns hægindastóla fyrir upphæðina. Bjarni Kristinsson eigandi fyrirtækisins kom á Kirkjuhvol 16. Júlí s.l. ásamt stórfjölskyldunni og færði Kirkjuhvol þessa höfðinglegu gjöf. Þau heimsóttu í leiðinni frænku sína hana Björgu en hún er föðursystir Bjarna. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn sem kom með gjöfina ásamt Björgu sem er íbúi á Kirkjuhvoli og á hinni myndinni tekur Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri, við gjafabréfinu úr hendi Bjarna. Kirkjuhvoll þakkar kærlega fyrir sig.