Meistaraflokkur KFR gerði góða ferð til Vestmannaeyja um síðustu helgi. Þar var þeirra riðill í Futsal leikinn. Strákarnir í KFR gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn riðil. Liðið sigraði lið Stokkseyrar og KFS með miklum yfirburðum og gerði svo jafntefli við ÍBV. Seinni umferð riðilsins verður leikinn á Hvolsvelli laugardaginn 14. desember og kemst það lið sem sigrar samanlagt í riðlinum áfram í úrslitakeppni sem leikinn verður eftir áramót.