Katla jarðvangur leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf framkvæmdastjóra.  
Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu umhverfi. Framkvæmdastjórinn hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði að nýsköpun á svæðinu, vinna að gerð fræðsluefnis, taka á móti nemendahópum, veita stuðning við verkefni og fyrirtæki á svæðinu og þróa rekstrarumhverfi jarðvangsins. 
Að verkefninu  stendur stjórn og öflugt net fagaðila, framkvæmdastjórinn þarf því auk frumkvæðis að taka virkan þátt í teymisvinnu.

Hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi hafi nám að baki í jarðfræði eða landfræði eða skyldum greinum
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Skipulagshæfni
• Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
• Reynsla af nýsköpunarstarfi er æskileg

Jarðvangurinn nær yfir sveitarfélögin þrjú; Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp, og er gert ráð fyrir að starfstöð og búseta rekstrarstjórans verði í einhverju þessara sveitarfélaga.  Um fullt starf er að ræða og um launakjör fer eftir samkomulagi.  Umsóknir, m.a. með upplýsingum um menntun og starfsreynslu,  berist formanni stjórnar jarðvangsins á netfangið  sveitarstjori@vik.is eigi síðar en mánudaginn 29. desember 2014.  Nánari upplýsingar veita Ásgeir Magnússon (sveitarstjori@vik.is, s. 487-1210) og Sigurður Sigursveinsson (sigurdur@hfsu.is, s. 560-2040) en auk þess er bent á www.katlageopark.is.