Katla Geopark er þáttakandi í stóru samstarfsverkefni er nefnist RURITAGE og ber hinn vel til fundna undirtitil; „Cultural heritage as a driver for sustainable growth“. Verkefnið stendur yfir í 4 ár og inniheldur 38 þátttakendur frá 19 löndum í Evrópu ásamt Kólumbíu.

Í meginatriðum snýst verkefnið um að miðla upplýsingum um aðferðir og reynslu reyndari aðila (Role Models) til lítt reyndra aðila (Replicators) sem þarfnast uppbyggingar og skipulags í ákveðnum skilgreindum flokkum (e. Systemic Innovation Areas) innan verkefnisins. Okkar hlutverk er að vera Role Modeleða fyrirmynd í áfallaþoli/seiglu (e. Resiliance) fyrir lítið sveitarfélag á Ítalíu sem lenti í jarðskjálfta og hremmingum í kjölfar hans, ásamt fjölmörgum öðrum aðilum sem koma til með að geta nýtt sér okkar sögu, reynslu og sérþekkingu á viðbrögðum við náttúruvá, og þá með sérstaka áherslu á menningararfleifð svæðisins. Í verkefninu er lögð sérstök áhersla á dreifbýlissvæði og uppbyggingu þeirra, þar sem menningararfleifð er nýtt sem hvati til sjálfbærrar uppbyggingar og þróunar landsvæða og samfélaga.

Afhverju vorum við valin?

Íbúar jarðvangsins (Geopark) og í raun Íslands í heild, búa við aðstæður þar sem náttúruöflin hafa margt að segja um líf fólks og þróun menningar og samfélags í gegnum ár og aldir. Reynsla okkar í návígi við eldstöðvar og afleiðingarnar sem af þeim geta hlotist hafa mótað mannlífið og skapað ýmsar hefðir í formi þjóðsagna, sagnahefða, menningarminja og byggingaraðferða svo eitthvað sé nefnt, en ekki finnast margir staðir í heiminum sem lýsa álíka aðstæðum og finnast hér á landi. Í ljósi þessarar sérstöðu búa Íslendingar yfir mikilli reynslu er kemur að náttúruvá, og er það okkar hlutverk að miðla þessari þekkingu og aðferðum svo aðrir geta notið góðs af.

Samskipti og tengsl eru mikilvægur þáttur í verkefninu og í raun sá mikilvægasti þegar kemur að þróun þess. Á næstu mánuðum og árum leitumst við að skapa viðamikið og fjölbreytt tenglsanet sem miðast að því að rödd einstaklinga, fulltrúa ýmissa fræðastofnana, fyrirtækja, klasa og ríkisstofnana heyrist hátt og snjallt er kemur að því að skilgreina og formgera verkefnið. Kirkjubæjarstofa í Skaftárhreppi mun verða miðstöð verkefnisins þar sem ætlunin er að skapa vettvang fyrir umræður, viðburði og uppákomur ýmsar sem bæði tengjast bæði beint eða óbeint við RURITAGE verkefnið, ásamt því að vera vettvangur fyrir ýmsa aðra menningartengda starfsemi og viðburði. Kirkjubæjarstofa er þegar skilgreind sem menningarmiðstöð og hefur sú starfsemi átt sér stað síðan húsinu var gefið það hlutverk árið 1997 og er því ákjósanleg staðsetning, sérstaklega í ljósi þeirrar tengingar við náttúruvá, menningararfleifð og þeirrar víðáttu og fjölbreytts landslags sem Skaftárhreppurinn hefur upp á að bjóða.

Við í jarðvanginum og þeir sem að honum koma erum gríðarlega spennt fyrir framhaldi verkefnisins og hlökkum til að vinna að þessu með fjölbreyttum hópi sérfróðra um hin ýmsu málefni er snerta verkefnið!

Vilt þú vera hluti af RURITAGE?

Okkur langar að bjóða þér að vera með í Dreifbýlis- og menningarmiðstöðinni Kirkjubæjarstofu. Þáttaka þín skiptir höfuðmáli þar sem þú tekur þátt í að skilgreina stefnur og áherslur í verkefninu og þær sértæku aðgerðir sem verða kynntar og auglýstar innan svæðisins. Að auki verður þú hluti af samfélagi hagsmunaaðila sem miðar að því að finna sjálfbærar leiðir til að endurmeta og efla okkar svæði. Áður en þú ákveður hvort þú vilt taka þátt, er mikilvægt fyrir þig að skilja af hverju rannsóknin var sett á fót og hvað hún mun fela í sér. Taktu þér því smá tíma til að lesa vandlega eftirfarandi upplýsingar.

Fyrst og fremst, ef eitthvað er óljóst skaltu ekki hika við að hafa samband við Hörð Bjarna Harðarson, verkefnisstjóra hjá Kötlu Geopark. Hann er ávallt reiðubúinn að svara fyrirspurnum. RURITAGE stefnir á að tengja fjölbreyttan hóp þátttakenda þar sem unnið er að því að skilja, skilgreina, fylgjast með og innleiða hugmyndir með hliðsjón af þeim aðferðum sem settar verða af stað í verkefninu, sem má þýða á móðurmálið sem: „Menningardrifin endurreisn dreifbýlissvæða“.

Þér er hér með boðið að taka þátt í RURITAGE þar sem stefnt er á að bjóða mjög fjölbreyttum hóp þáttakenda og hagsmunaaðila til að fá breiða samvinnu um mótun og skilgreiningu á þeim verkefnum sem hrint verður í framkvæmd.

Hvað þýðir það fyrir þig?

Ef þú óskar eftir að taka þátt í starfi Menningar- og dreifbýlismiðstöðvarinnar Kirkjubæjarstofu verður þér boðið að sækja fundi, námskeið, opinbera viðburði eða rýnihópa sem sett verður af stað næstu mánuði. Starfsemin verður að mestu innleidd í vor 2019 og mun verkefnið standa þar til í maí 2022.

Þátttaka þín er algerlega sjálfviljug og getur þú dregið þig út úr verkefninu á hvaða stundu sem þér hentar, án nokkurra eftirmála.

Hverjar eru væntanlegar niðurstöður og ávinningur þátttakenda?

Stefnt er að ná öflugum áhrifum með því að þróa sérsniðnar aðferðir ætlaðar að ýta undir jákvæða þróun svæðisins til varðveitingar og eflingu menningar- og náttúruarfleifðar dreifbýlisins sem þú býrð í eða tengist.  Verkefnið mun koma á fót 19 miðstöðvum (RHH) í mismunandi löndum innan Evrópu og víðar. Um 400 manns munu vinna sameiginlega að miðstöðvunum ásamt þátttakendum í verkefninu til þess eins að þróa sérsniðnar aðferðir og leiðir til að auka staðarvitund og stolt íbúa dreifbýla á menningar-og náttúruarfleifð sinna svæða.

Með þinni þátttöku ert þú einnig að leggja til verulegt framlag í að efla stolt og staðarvitund á menningar-og náttúruarfleifð dreifbýlissvæða víða um Evrópu og ýta undir að einstaklingar úr fjölbreyttum áttum samfélagsins taki aukna ábyrgð á eigin landsvæðum, hefðum og menningu.

Að loknu verkefninu - ef áhugi er fyrir því að fá frekari upplýsingar um niðurstöður verkefnis - er hægt að hafa samband við verkefnisstjóra og óska eftir heildarniðurstöðum sem verkefnið gaf af sér.

 Endilega settu þig í samband fyrir nánari upplýsingar um þátttöku í verkefninu.