Mannamót 2018, vinnustofa fyrir samstarfsfyrirtæki Markaðstofa landshlutanna, var haldið í flugskýli Ernis þann 18. janúar sl.

Katla Geopark tók þátt nú í annað sinn og vakti góða athygli á starfsemi sinni og styrkti tengslanet sitt verulega. Fyrirtæki úr Rangárþingi eystra voru með flottar útstillingar og sínu svæði til mikils sóma.

Metþáttaka gesta og sýnenda var í ár en um 200 aðilar innan ferðaþjónustunnar mættu til að kynna sig.