Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir hefur nýji geymsluskúrinn, sem byggður var við Leikskólann Örk í sumar, fengið nafnið Káragerði.  Ísólfur Gylfi sveitarstjóri nefndi skúrinn eftir Kára byggingarfulltrúa og Júlíus Guðjónsson sem býr í Dalsbakka 14 skar út skiltið. Júlíus hefur verið duglegur við að skera út og færði t.a.m. sveitarstjóra forláta platta með merki Rangárþings eystra.  

Þar sem Kári byggingarfulltrúi er ekki nemandi í leikskólanum þá voru Kárarnir í leikskólanum fengnir til að vera við skiltið eftir að það var formlega sett upp.  Þetta eru þeir Kári Sigurbjörn 3 ára nemandi á Ævintýralandi og Sigurður Kári 5 ára nemandi á Tónalandi.