Í tilefni að Jónsmessu stóð sveitarfélagið Rangárþing eystra fyrir leikjum á íþróttasvæðinu við íþróttahúsið og lengri opnunartíma í sundlaugina.

Farið var í leikinn ,,Capture the flag" eða ,,Fangaðu flaggið" á grassvæðinu við íþróttahúsið. Margir mættu og var fólk á öllum aldri sem tók þátt í leiknum. Stóðu leikirnir yfir í um klukkustund og varð úr hin mesta skemmtun. 

Það var líka mikið fjör í sundlauginni þetta kvöld og aðsókn mikil. Sundlaugin var opin til kl. 02:00 um nóttina og var tölluvert af fólki sem  nýtti sér það að fara í sund eftir miðnætti. Bakkatríóið, sem skipað er þeim Ingibjörgu Erlings, Gyðu Björgvins og Guri Hilstad, kom og leik nokkur huglúf og skemmtileg lög svo að úr var hin besta skemmtun.