Jóna Vigdís Jónsdóttir frá Hallgeirsey var fysta konan sem sat í sveitarstjórn í Austur – Landeyjahreppi, hún sat í sveitarstjórn frá árinu 1974 og til ársins 1986. Á 100 ára afmælishátíð kosningarréttar kvenna sem Kvenfélagskonur í Rangárþingi eystra héldu að Heimalandi þann 24. október s.l. voru fyrstu konur sem voru kosnar í sveitarstjórn í hverjum hrepp heiðraðar fyrir sitt framlag. Á afmælishátíðinni veittu allir aðilar viðurkenningunni móttöku nema Jóna Vigdís Jónsdóttir sem átti ekki heimagengt þann dag. Um liðna helgi var henni færð viðurkenningin og í tilefni þess er þessi mynd tekin. Seinni myndinn er frá afmælishátíðinni og þar eru frá vinstri; Lilja Einarsdóttir oddviti Rangárþings eystra, AuðurJóna Sigurðardóttir V- Eyjafjöllum, Svala Óskardóttir A- Eyjafjöllum, Kristinn Jónsson tók við viðkurkenningu fyrir móður sína hana Ragnhildi Sveinbjarnardóttur Fljótshlíð, Ásdís Kristinsdóttir V-Landeyjum og Ólöf Kristófersdóttir Hvolhreppi.

Jóna Vigdís Jónsdóttir