Nú um helgina er Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi en þar kemur saman hópur fólks á öllum aldri og keppir í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Helgina 7. - 9. júní sl. var aftur á móti keppt á landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri í Vík. Keppt var í greinum eins og frjálsum íþróttum, utanvega hlaupi, línudansi, hestaíþróttum, starfsíþróttum og fl. Tveir kappar búsettir í sveitarfélaginu, þeir Jón Smári Lárusson á Giljum og Hrafnkell Stefánsson á Kúfhól, kepptu í kastgreinum og stóðu sig feikilega vel. Jón Smári vann lóðakast og var annar í kringlukasti og kúluvarpi en í kúluvarpinu varð hann einmitt annar á eftir Hrafnkeli. Við óskum þeim báðum innilega til hamingju með góðan árangur.

Á meðfylgjandi mynd sem Guðrún Auður Björnsdóttir tók má sjá Hrafnkel með gullverðlaunin sín.