7. janúar voru boraðir 18 metrar frá 102 niður í 120 metra dýpi. Í 118 metrum opnaðist mjög öflug æð sem borstjóri mat að væri 80-100 l/sek. Vatnið er 13,3°C heitt. Eftir að borstrengurinn hafði verið tekinn upp þá virðist sem sjálfrennsli úr holunni sé a.m.k. 25-30 l/sek. Þetta mikla vatnsmagn verður þess valdandi að breyta verður um boraðferð. Hætt verður að bora með lofti og sett verður undir hjólakróna og borða með vatni það sem eftir er. Þetta mikla vatnsmagn kemur á óvart.

Þess ber að geta að þetta er rannsóknarhola þar sem verið er að kanna hitaástand svæðisins í næsta nágrenni. Hitt er svo annað mál að þetta mikla vatnsmagn má nota til upphitunar með varmadælu og því gæti verið hægt að nota holuna í þeim tilgangi.